![Mynd af Halldóri Brynjari Halldórssyni](https://images.prismic.io/logos-www/dfb609eb-5f35-49db-9b98-7a1ac8a2901a_Halld%C3%B3r+Brynjar+Halld%C3%B3rsson.jpg?auto=compress%2Cformat&crop=focalpoint&fit=crop&fp-x=0.35&fp-y=0.50&w=1200&h=761)
Halldór Brynjar Halldórsson
Lögmaður, eigandi - Reykjavík
Halldór Brynjar Halldórsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti. Hann er með MA gráðu í samkeppnisrétti frá King‘s College í London. Helstu starfssvið Halldórs Brynjars eru málflutningur fyrir dómstólum og stjórnvöldum, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur, Evrópuréttur, kröfuréttur og gjaldþrotaréttur. Hefur Halldór tekið þátt í rekstri margra stærstu samkeppnismála hér á landi undanfarinn áratug, auk þess að búa yfir reynslu af rekstri fjölmargra umfangsmikilla ágreiningsmála fyrir dómstólum á öðrum réttarsviðum. Halldór Brynjar hóf störf hjá LOGOS árið 2007 og varð meðeigandi árið 2019. Halldór hefur sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík og gegnt starfi forseta dómstóls Skáksambands Íslands frá árinu 2012. Þá situr Halldór í áfrýjunardómstól KSÍ.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2007-
- Kaupþing banki, 2007
- Sýslumaðurinn á Akureyri, 2006
- Héraðsdómur Norðurlands Eystra, 2006
- King's College London, MA í evrópskum samkeppnisrétti, 2017
- Hæstaréttarlögmaður, 2017
- Héraðsdómslögmaður, 2010
- Háskólinn í Reykjavík, ML, 2009
- „Er þörf á millidómstigi í einkamálum?“, Tímarit Lögréttu, janúar 2010, 6. árg. 2. tbl.
- The Legal 500„Halldór Brynjar Halldórsson has been providing high-quality legal services for many years and is always quick to reply and spot on regarding the needs for us as the client.“