Félagaréttur og fyrirtækjaráðgjöf
Á sviði félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar hefur LOGOS aðstoðað fjölda íslenskra og alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa í mismunandi geirum atvinnulífsins.
LOGOS aðstoðar félög og fyrirtæki, sem og stjórnendur þeirra og hluthafa, varðandi hvers kyns lagaleg álitaefni sem upp kunna að koma í tengslum við starfsemi slíkra aðila. Við leggjum ríka áherslu á faglega og hagnýta nálgun og að ráðgjöf okkar sé sniðin að því álitaefni sem er til skoðunar hverju sinni og þörfum viðskiptavinarins.
Lögfræðileg ráðgjöf á sviði félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar hefur verið kjarnastarfsemi LOGOS frá upphafi. Meðal verkefna á þessu sviði eru eftirfarandi:
- stofnun félaga og val á hentugu félagaformi
- skipulag og endurskipulagning fyrirtækja
- fjármögnun fyrirtækja
- stjórnarhættir fyrirtækja
- eignarhald og stjórnun fyrirtækja
- almenn eftirfylgni við lög og reglur á sviði félagaréttar
- hluthafasamningar
- stjórnarfundir / hluthafafundir
- samrekstur (e. joint venture)
- sprotafyrirtæki
- samningagerð og samningaviðræður
Sem stærsta lögmannsstofa landsins getum við veitt alhliða ráðgjöf um hvers kyns lögfræðileg atriði, allt eftir því sem við á hverju sinni.
Alþjóðlegu matsfyrirtækin Chambers and Partners, The Legal 500 og IFLR1000 veita LOGOS fyrstu einkunn í flokki félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar.
- Chambers Europe Global Guide„The lawyers have good knowledge in all areas of law, and the response time is especially good.“