Í fremstu röð í yfir hundrað ár

LOGOS er ein af fremstu lögmannsstofum landsins með framúrskarandi starfsfólk sem vinnur sameiginlega að því að veita viðskiptavinum þjónustu í hæsta gæðaflokki.

Ljósmynd eftir Daníel Magnússon

Yfir 50 lögmenn og lögfræðingar, með víðtæka reynslu og sérhæfingu á fjölmörgum starfssviðum lögfræðinnar, gera okkur kleift að setja saman teymi sem henta ólíkum þörfum viðskiptavina stofunnar.

Meginmarkmið LOGOS er að reka öfluga lögmannsþjónustu sem byggir á mikilli reynslu og þekkingu sem skilar viðskiptavinum verðmætum lausnum.

LOGOS er eina íslenska lögmannsstofan sem er með aðild að Lex Mundi, samtökum sjálfstæðra lögmannsstofa um allan heim, þar sem viðskiptavinum okkar gefst kostur á fyrsta flokks ráðgjöf frá lögmönnum í öllum heimshornum.

Erlendu matsfyrirtækin Chambers and Partners, The Legal 500 og IFLR1000 hafa undanfarin ár veitt LOGOS bestu umsögn á flestum starfssviðum og valið sem leiðandi lögmannsstofu.

Skrifstofa LOGOS í Reykjavík
Lögmannsþjónusta í yfir 115 ár

Saga LOGOS

LOGOS lögmannsþjónusta rekur sögu sína allt aftur til ársins 1907 þegar Sveinn Björnsson, sem síðar varð fyrsti forseti Íslands, opnaði málflutningsskrifstofu í Kirkjustræti í Reykjavík.

LOGOS í yfir 115 ár

Þegar fyrsta lögmannsstofa landsins var stofnuð þótti mörgum óðs manns æði að vera með slíkan lúxus sem sérstök skrifstofa þótti vera á þeim tíma.

1907

Sveinn Björnsson og fyrsta auglýsing málflutningsskrifstofunnar

Fyrsta lögmannsstofa landsins stofnuð

Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins, opnaði málflutningsskrifstofu á heimili sínu við Kirkjustræti 10 í Reykjavík.

Hann auglýsti í fyrsta sinn í dagblaðinu Ísafold 17. ágúst 1907. Sá dagur verður þannig að teljast stofndagur LOGOS.

Svarthvít ljósmynd af Kirkjustræti 10

Eigandi

  • Sveinn Björnsson

Húsnæði

  • Kirkjustræti 10 (1907-1917)

1911

Svarthvít ljósmynd af Háskóla Íslands

Háskóli Íslands stofnaður

Við stofnun Háskóla Íslands þann 17. júní, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta, voru Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn sameinaðir og mynduðu hver sína deild skólans, auk þess sem heimspekideild var bætt við.

1914

Svarthvít ljósmynd af flutningaskipi Eimskipafélags Íslands

Hf. Eimskipafjelag Íslands stofnað

Félagið hefur verið í viðskiptum við LOGOS lögmannsþjónustu frá upphafi.

1915

Svarthvít ljósmynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur

Kosningaréttur kvenna til Alþingis 19. júní

Konungur staðfesti með undirskrift sinni stjórnskipunarlög um breytingar á stjórnarskrá þar sem konum og vinnuhjúum var veittur kosningaréttur og kjörgengi til þingkosninga við 40 ára aldur, en það aldurstakmark skyldi lækka um eitt ár næstu 15 árin.

1917

Svarthvít ljósmynd af Austurstræti 7

Skrifstofan flytur í fyrsta sinn

Húsnæði

  • Austurstræti 7 (1917-1957)

1918

Landvættaskjaldarmerkið

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki

Samningar náðust um fullveldi Íslands í konungssambandi við Danmörku. Ísland var orðið ríki út af fyrir sig, konungsríkið Ísland, og hafði samningsbundinn rétt til að segja upp sambandinu við Danmörku að aldarfjórðungi liðnum.

1920

Svarthvít ljósmynd af Sveini Björnssyni í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands tók formlega til starfa

Æðsti dómstóll þjóðarinnar var stofnaður með lögum nr. 22/1919 og tók formlega til starfa 16. febrúar. Við stofnun er Sveinn Björnsson annar af tveimur hæstaréttarlögmönnum landsins, ásamt Eggerti Claessen. Í ágústmánuði er Sveinn skipaður sendiherra Íslands í Danmörku. Þá tóku Guðmundur Ólafsson og Pétur Magnússon við skrifstofunni.

1935

Nýir eigendur

  • Einar Baldvin Guðmundsson
  • Guðlaugur Þorláksson

1944

Svarthvít ljósmynd af lítilli stúlku með íslenska fánann

Stofnun Lýðveldisins Íslands

Alþingi ályktaði 25. febrúar 1944 um að slíta formlega konungssambandinu við Danmörku í samræmi við sambandslögin frá 1918 og stofna lýðveldi. Jafnframt ákvað Alþingi að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla til synjunar eða staðfestingar á ákvörðun þingins. Eftir yfirgnæfandi staðfestingu þjóðarinnar var Lýðveldishátið haldin 17. júní 1944 þar sem Alþingi ákvað að slíta sambandinu, stofna Lýðveldið Ísland og kjósa forseta.

1948

Fjölgun í eigendahópnum

  • Guðmundur Pétursson

1957

Svarthvít ljósmynd af Aðalstræti 6

Stofan flytur í Morgunblaðshúsið

Húsnæði

  • Aðalstræti 6 (1957-1988)

1968

Nýr eigandi

  • Axel Einarsson

1969

Merki Málflutningsskrifstofunnar, stofnuð 1907

Upphaf A&P lögmanna sf.

Ragnar Aðalsteinsson hóf rekstur eigin málflutningsskrifstofu 1. nóvember.

1985

Borgartún 24

Málflutningsskrifstofan Borgartúni 24 stofnuð

Húsnæði

  • Borgartún 24 (1985-2000)

1986

Fleiri bætast í eigendahópinn

  • Pétur Guðmundarson hóf störf á Málflutningsskrifstofunni sem fulltrúi árið 1978 og varð meðeigandi árið 1986

1988

Suðurlandsbraut 4a

Málflutningsskrifstofan flytur

Húsnæði

  • Suðurlandsbraut 4a (1988-2000)

Nýr eigandi

  • Hákon Árnason

1990

Othar Örn Petersen hóf rekstur málflutningsskrifstofu 30. janúar

Með honum voru Ragnar Aðalsteinsson, Sigurður H. Guðjónsson, Viðar Már Matthíasson, Tryggvi Gunnarsson og Jóhannes Sigurðsson.

1991

Nýir eigendur

  • Jakob R. Möller gerist meðeigandi í Málflutningsskrifstofunni í ársbyrjun og Jóhannes Sigurðsson hóf samstarf við Ragnar Aðalsteinsson

1992

Héraðsdómur Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur til starfa

Bæjarþing Reykjavíkur, Sakadómur Reykjavíkur og embætti Borgarfógeta voru lögð niður og nýjar stofnanir tóku til starfa, Héraðsdómur Reykjavíkur og Sýslumaðurinn í Reykjavík (nú Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu).

1995

Eigendur A&P lögmanna ásamt merki stofunnar

A&P lögmenn sf.

Málflutningsskrifstofan Borgartúni 24 fær nýtt nafn á 10 ára afmæli stofunnar og nýir eigendur bætast í hópinn. Nafnið A&P lögmenn hafði sérstöðu á sínum tíma þar sem ekki var venja að nefna lögfræðiskrifstofur á þann hátt. Leiddi nafnið til þess að stofan gekk oft undir nöfnunum „Alli og pjakkarnir“ eða „Apa lögmenn“!

Málflutningsskrifstofan

  • Einar Baldvin Axelsson og Gunnar Sturluson koma nýir inn

A&P lögmenn

  • Árni Vilhjálmsson bætist í eigendahópinn

1996

Dómshús Hæstaréttar Íslands

Dómshús Hæstaréttar við Arnarhól tekið í notkun

Guðmundur Pétursson, einn af eigendum Málflutningsskrifstofunnar Suðurlandsbraut 4a, var annar flutningsmanna fyrsta málsins sem tekið var fyrir í nýja húsinu.

1998

Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík stofnaður

HR er rannsóknar- og menntastofnun sem útskrifar nemendur úr sjö akademískum deildum, auk Háskólagrunns. Þær eru lagadeild, verkfræðideild, tölvunarfræðideild, iðn- og tæknifræðideild, sálfræðideild, íþróttadeild og viðskiptadeild.

Nýr eigandi

  • Erlendur Gíslason hóf störf sem fulltrúi á Málflutningsskrifstofu Ragnars Aðalsteinssonar hrl. o.fl. árið 1991 og síðar hjá A&P lögmönnum. Erlendur varð meðeigandi árið 1998

2000

Merki LOGOS grafið í stein

Öflug lögmannsstofa verður til

Um áramótin 1999-2000 sameinuðust Málflutningsskrifstofan og A&P lögmenn undir merkjum LOGOS og er til húsa í Borgartúni fyrsta árið. Hefur stofan vaxið mikið frá samrunanum.

LOGOS

  • Orðið LOGOS kemur úr grísku og er öflugt orð sem á sér margar merkingar. Þó það sé oft þýtt á ensku sem „orð“ getur það einnig þýtt „hugsun“ - „skynsemi“-„lögmál“ - „siðaregla“ - „rökfræði“

2001

Efstaleiti 5, höfuðstöðvar LOGOS

Nýtt húsnæði

Hinn 24. september 2001 opnaði LOGOS síðan skrifstofu í núverandi húsnæði að Efstaleiti 5.

Húsnæði

  • Efstaleiti (2001- )

Nýr meðeigandi

  • Ragnar Tómas Árnason

2002

Merki LOGOS, lögmannsþjónusta síðan 1907

Nýir eigendur

  • Helga Melkorka Óttarsdóttir og Óttar Pálsson

2006

Ljósmynd af skrifstofu LOGOS í London, New Broad Street

LOGOS opnar skrifstofu í London

LOGOS er fyrsta íslenska lögmannsstofan sem opnar útibú erlendis. Guðmundur J. Oddsson bætist í eigendahóp LOGOS og tekur við stöðu forstöðumanns Londonskrifstofunnar.

Húsnæði

  • New Broad Street (2006-2015)

Tveir nýir eigendur

  • Bjarnfreður Ólafsson og Hjördís Halldórsdóttir

2007

100 ára afmælismerki LOGOS, 1907-2007

Aldarafmæli LOGOS

Nýr meðeigandi

  • Ólafur Arinbjörn Sigurðsson

2008

Ljósmynd af skrifstofu LOGOS í Kaupmannahöfn, Codanhus, Gammel Kongevej 60

LOGOS opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn

LOGOS starfrækti skrifstofu í Kaupmannahöfn á árunum 2008-2011. Peter Mollerup sem hóf störf hjá LOGOS árið 2003 var í forsvari fyrir skrifstofuna í Kaupmannahöfn ásamt Carsten Möllekilde. Auk þeirra störfuðu fimm fulltrúar og 2-3 aðrir starfsmenn á skrifstofunni þegar mest var.

Húsnæði

  • Codanhus - Gammel Kongevej 60 (2008-2012)

Nýr eigandi

  • Jón Elvar Guðmundsson

2009

Merki LOGOS, Reykjavík - London - Kaupmannahöfn

Þrír eigendur ganga inn í hópinn

  • Heiðar Ásberg Atlason
  • Ólafur Eiríksson
  • Þórólfur Jónsson

2013

Eigendur LOGOS árið 2013

Nýir eigendur

  • Benedikt Egill Árnason (núverandi framkvæmdastjóri LOGOS) fær inngöngu í eigendahópinn ásamt Guðbjörgu Helgu Hjartardóttur

2015

Ljósmynd af skrifstofu LOGOS í London, Paternoster House 65

Skrifstofan í London flytur

Skrifstofa LOGOS í London er staðsett við hliðina á St Paul‘s dómkirkjunni í hjarta London. LOGOS deilir skrifstofu með tveimur öðrum norrænum lögfræðistofum, Kromann Reumert frá Danmörku og Thommessen frá Noregi.

Húsnæði

  • Paternoster House 65
  • St Paul’s Churchyard (2015- )

2017

Eigendur LOGOS árið 2017

LOGOS 110 ára

Eigendur

  • Árni Vilhjálmsson
  • Áslaug Björgvinsdóttir
  • Benedikt Egill Árnason
  • Bjarnfreður Ólafsson
  • Einar Baldvin Axelsson
  • Erlendur Gíslason
  • Guðbjörg Helga Hjartardóttir
  • Guðmundur J. Oddsson
  • Gunnar Sturluson
  • Heiðar Ásberg Atlason
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir
  • Hjördís Halldórsdóttir
  • Jón Elvar Guðmundsson
  • Ólafur Arinbjörn Sigurðsson
  • Ólafur Eiríksson
  • Óttar Pálsson
  • Ragnar Tómas Árnason
  • Þórólfur Jónsson

2018

Landsréttur

Landsréttur tekur til starfa

Dómstólinn var settur á fót með lögum um dómstóla nr. 50/2016 frá 7. júní 2016 en tók þó ekki til starfa fyrr en 1. janúar 2018.

2022

Eigendur LOGOS árið 2022

LOGOS 115 ára

Eigendur

  • Árni Vilhjálmsson
  • Áslaug Björgvinsdóttir
  • Benedikt Egill Árnason
  • Bjarnfreður Ólafsson
  • Einar Baldvin Axelsson
  • Erlendur Gíslason
  • Guðbjörg Helga Hjartardóttir
  • Guðmundur J. Oddsson
  • Gunnar Sturluson
  • Halldór Brynjar Halldórsson
  • Heiðar Ásberg Atlason
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir
  • Hjördís Halldórsdóttir
  • Jón Elvar Guðmundsson
  • Ólafur Arinbjörn Sigurðsson
  • Ólafur Eiríksson
  • Óttar Pálsson
  • Ragnar Tómas Árnason
  • Þórólfur Jónsson

2023

Nýir eigendur

  • Fannar Freyr Ívarsson og Freyr Snæbjörnsson
Fundarherbergið Vigur á skrifstofu LOGOS í Reykjavík
LOGOS í fremstu röð

Við höfum forystu í þjónustu við íslenskt atvinnulíf.

Í umsögn alþjóðlega matsfyrirtækisins Chambers and Partners kemur fram að stærð stofunnar og gott starfsfólk séu þar ákveðið lykilatriði, sem og nútímaleg vinnubrögð, miðlun upplýsinga auk markvissrar uppbyggingar á alþjóðlegum mörkuðum. LOGOS færir viðskiptavinum sínum þann kraft og sveigjanleika sem þarf til að ná hámarks árangri hér heima auk náinnar samvinnu við að uppfylla metnaðarfull áform í útlöndum.

LOGOS lögmannsþjónusta í Reykjavík
Viðskipti um allan heim

Alþjóðasamstarf

LOGOS er aðili að alþjóðasamtökum lögmannsstofa og því álitlegur kostur þegar kemur að verkefnum sem teygja sig til margra landa.

Hendur hlúa að litlu tré sem vex í frjósömum jarðvegi, tákn um verndun náttúrunnar
Sjálfbærni

Áhersla á sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð

Áhersla á sjálfbæra þróun í atvinnulífinu, sem og öðrum sviðum mannlífsins, hefur stóraukist undanfarin ár og mun áfram aukast á meðan þjóðir heims vinna að því að hætta útblæstri gróðurhúsalofttegunda og koma í veg fyrir óæskileg áhrif loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélagið allt.

Hafa samband

Reynsla okkar og stöðugleiki í meira en 100 ár gerir okkur kleift að bregðast örugglega við því sem gerist í dag og undirbýr okkur fyrir það sem gerist á morgun.

Fundarherbergið Sveinsstofa á skrifstofu LOGOS í Reykjavík