Málið, hið svokallaða „enska bolta mál“, laut að 500 milljón króna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið hafði gert Símanum að greiða vegna fyrirkomulags sölu áskrifta að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni. Hafði áfrýjunarnefnd samkeppnismála áður fellt ákvörðunina úr gildi að hluta og lækkað stjórnvaldssekt í 200 milljónir króna.
Héraðsdómur féllst á málatilbúnað Símans og kröfur félagsins að öllu leyti. Var íslenska ríkinu gert að endurgreiða þá 200 milljón króna sekt sem greidd hafði verið, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði.
Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður hjá LOGOS flutti málið fyrir Símann.