Fyrirtækið keypti Mílu á um 69,5 milljarða íslenskra króna og er því um langstærstu viðskipti á Íslandi að ræða á síðustu fimmtán árum.
Söluferlið hófst á vormánuðum 2021 og lauk endanlega í dag. Fjölmargir lögmenn LOGOS komu að verkefninu þar sem reyndi á hin ýmsu svið lögfræðinnar. Við erum þakklát fyrir gott samstarf við frábæra stjórnendur Símans og óskum öllum hlutaðeigandi áframhaldandi velgengni.