Með útboðinu tryggði félagið sér 30 milljónir punda eða jafnvirði um 4,9 milljarða króna. Fyrir er félagið skráð á TSX Venture Exchange í Kanada og AIM markaðinn í London.
Amaroq leggur megináherslu á leit af gulli og öðrum málmum og heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi. Félagið er fyrsta auðlindafélagið sem er skráð á markað á Íslandi.
Það hefur verið ánægjulegt að aðstoða Amaroq í vegferð sinni og óskum við félaginu áframhaldandi velgengni.