Jón Elvar Guðmundsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í alþjóðlegum skattarétti frá Leiden University í Hollandi. Sérsvið Jóns Elvars innan LOGOS er ráðgjöf í skattarétti í tengslum við hvers kyns viðskipti. Jón Elvar hefur flutt fjölmörg deilumál fyrir yfirskattanefnd auk deilumála um skatta fyrir öllum dómstigum. Auk skattaréttar hefur Jón Elvar víðtæka þekkingu á sviði félagaréttar og fyrirtækjaráðgjafar. Hann hefur sinnt kennslustörfum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst auk þess að halda námskeið við endurmenntun HÍ, hjá Lögmannafélaginu og vera umsjónarmaður fjölmargra meistararitgerða í skattarétti við nefnda háskóla. Undanfarin ár hefur Jón Elvar kennt hluta af tveimur framhaldsnámskeiðum í alþjóðlegum skattarétti við Háskóla Íslands. Jón Elvar hefur starfað hjá LOGOS frá árinu 2006 og sem meðeigandi frá árinu 2008.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2006-
- Lög ehf./Taxis lögmenn 2001-2004 og 2005-2006
- Hæstaréttarlögmaður, 2018
- Leiden University í Hollandi, LL.M. með láði í alþjóðlegum skattarétti, 2005
- Héraðsdómslögmaður, 2002
- Próf í verðbréfamiðlun, 2001
- Háskóli Íslands, cand. jur. 2001
- Skattlagning skáldaðra tekna, kafli í Afmælisrit Jón Steinar Gunnlaugsson sjötugur 27. september 2017, CODEX, 2017
- Bókarkafli um skattlagningu milliríkjasamruna á Íslandi í bókinni ECJ - Recent Developments on Direct Taxation 2013 „The Icelandic Case: E-14/13“
- Skattaleg heimilisfesti einstaklinga á Íslandi (2008) Lögrétta, 5. árg (1), 33-51
- Bókarkafli um Ísland í bókinni The EU and Third Countries: Direct Taxation, 2007
- Aðferðir til að takmarka tvísköttun (2006) Lögrétta, 3. árg. (2), 151-199
- European Tax Law in the Relations with the EFTA Countries, Intertax, 2006 (byggð á lokaritgerð í LL.M. námi sem verðlaunuð var sem besta ritgerð árgangsins)
- Skýrsla viðskiptaráðs um tvísköttun, 2005
- The Legal 500„Jón Elvar Guðmundsson has a deep understanding of the tax code whilst being pragmatic and knowledgeable of the corporate environment.“