Hjördís Halldórsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún er með LL.M. gráðu í lögum og upplýsingatækni frá Stokkhólmsháskóla. Hjördís hefur lengi verið einn af leiðandi lögmönnum á Íslandi á sviði upplýsingatækni og hugverkaréttar. Önnur sérsvið hennar eru kröfuréttur, þ.m.t. eins og hann varðar fjármálaþjónustu, málflutningur, verktakaréttur, opinber innkaup og orkulöggjöf. Hjördís hefur um árabil sinnt kennslu svo sem í upplýsingatækni, fasteignakauparétti og almennum viðskipta- og neytendarétti m.a. hjá lagadeild Háskóla Íslands, í Háskólanum í Reykjavík, hjá Opna Háskólanum, Endurmenntun og Lögmannafélagi Íslands. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir í tengslum við persónuvernd og upplýsingatækni. Þá hefur hún sinnt kennslu á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda frá árinu 2008. Hjördís er formaður Höfundaréttarfélags Íslands, er aðalmaður í Höfundaréttarnefnd, situr auk þess í stjórn Lögfræðingafélags Íslands og er varamaður í dómnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins sem fjallar um hæfi umsækjenda um embætti dómara. Hjördís hefur mikla reynslu af viðskiptalífinu og hefur m.a. setið í stjórnum Regins ehf., Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. og Fasteignafélagi Íslands ehf. Árin 2007-2008 var hún ritari stjórnar Lögmannafélags Íslands og árin 2008-2009 varaformaður stjórnar. Hjördís hóf störf hjá LOGOS árið 2000 og hefur verið meðeigandi frá árinu 2006.

Viðurkenningar
  • Chambers Global 2024 - Hjördís Halldórsdóttir
  • Chambers Europe 2024 - Hjördís Halldórsdóttir
  • The Legal 500 Hall of fame - Hjördís Halldórsdóttir
  • IFLR1000 Notable Practitioner Leading Lawyers 2022

„Hjördís is a highly regarded lawyer who enters the rankings after receiving impressive plaudits for her dispute resolution practice. She is particularly highlighted for her expertise in construction law."

- Chambers Global

Tengdar fréttir og greinar