Persónuvernd

Lögmenn LOGOS eru leiðandi á sviði persónuverndar og búa yfir mikilli reynslu sem nýtist viðskiptavinum úr mismunandi atvinnugreinum.

Maður stendur fyrir framan eftirlitsmyndavél

Persónuupplýsingar geta verið verðmæt eign fyrirtækja. Á sama tíma er meðferð slíkra upplýsinga oft á tíðum vandmeðfarin með hliðsjón af þeim skyldum sem lagðar eru á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila á grundvelli persónuverndarlaga.

Persónuverndarlöggjöf hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og mikilvægi persónuverndar hefur aukist í margvíslegum skilningi. Allir þeir sem vinna með persónuupplýsingar, hvort sem það eru fyrirtæki, stofnanir eða aðrir, þurfa að huga að því að vinnslan samrýmist kröfum laganna og mikilvægt er að geta sýnt fram á framfylgni.

Lögmenn LOGOS eru leiðandi á þessu sviði og búa yfir mikilli reynslu sem nýtist viðskiptavinum úr mismunandi atvinnugeirum við að uppfylla skilyrði persónuverndarlaga. Þá gegna lögmenn stofunnar hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana.

Meðal verkefna LOGOS á þessu sviði má nefna:

  • hagsmunagæsla gagnvart eftirlitsstjórnvaldi
  • starf persónuverndarfulltrúa
  • námskeið og fræðsla fyrir starfsfólk og stjórnendur
  • hvers konar ráðgjöf um réttindi og skyldur á grundvelli persónuverndarlaga
    - aðstoð við að svara beiðnum frá hinum skráðu
    - ráðgjöf um flutning á persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins
    - aðstoð við að framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd („MÁP“)
    - gerð bindandi fyrirtækjareglna
    - gerð persónuverndarstefna og verklagsreglna
    - greining á hlutverkum við vinnslu og sambandi ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
    - ráðgjöf í tengslum við notkun skýjalausna
    - aðstoð við meðhöndlun öryggisbresta

„LOGOS is a high end Icelandic firm when it comes to legal counsel in the field of privacy (GDPR). The team is reliable, diverse and up to date on the highest standards.“

- The Legal 500

Póstlisti - Persónuvernd

Óska eftir að fá send fréttabréf og aðrar upplýsingar varðandi reglur á sviði persónuverndar. Í persónuverndarstefnu LOGOS má finna nánari upplýsingar um meðferð stofunnar á persónuupplýsingum þínum.

Tengdar greinar