Einkaþjónusta
Samandregið þá snýr einkaþjónusta (“Private Client) LOGOS gagnvart efnameiri einstaklingum aðallega að neðan greindum þáttum:
- Heildarskipulagi fjölskyldumála og hvernig eignir og umráð þeirra færast milli kynslóða;
- Skattamálum innanlands og erlendis;
- Skipulagningu erfðamála;
- Gerð kaupmála, sambúðarsamninga og erfðaskráa;
- Greiningu álitamála í tengslum við misjafnar lögsögur út frá erfðamálum og kaupmálum;
- Skattalegri meðferð lífeyristekna í mismunandi lögsögum;
- Skipulagningu eigna og eignarhalds á félögum;
- Lögfræðilegur undirbúningur viðskipta með verðbréf og hvers kyns fjárfestinga hérlendis og erlendis;
- Stofnun félaga og sjóða hérlendis og erlendis;
- Hvers kyns samningagerðar;
- Öflun og viðhaldi gagna vegna viðskipta milli landa og upplýsingagjafar til yfirvalda og fjármálafyrirtækja (s.s. ALM, KYC, CRS og FATCA); og
- Miðlun deilumála, þ.m.t. á milli hjóna eða sambúðarfólks eða tengdra aðila í viðkvæmum aðstæðum sem þarfnast úrlausnar utan réttar ef mögulegt er.