Gunnar Sturluson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í Evrópurétti og alþjóðlegum viðskiptarétti frá Háskólanum í Amsterdam. Gunnar hefur unnið hjá LOGOS frá árinu 2000 og hjá forvera LOGOS, Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A árin 1992-1999 og hefur verið meðeigandi frá 1995. Gunnar starfaði sem faglegur framkvæmdastjóri LOGOS á árunum 2001-2013. Gunnar hefur yfirgripsmikla starfsreynslu á sínum sérsviðum og hefur flutt fjölda dómsmála fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Á árunum 1995-2007 sinnti Gunnar kennslustörfum í samkeppnisrétti við lagadeild Háskóla Íslands. Gunnar hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum. Hann hefur verið í stjórn Arion banka frá 2019, í stjórn Sviðslistamiðstöðvar Íslands frá 2021, er stjórnarmaður í gerðardómi Viðskiptaráðs Íslands og situr í stjórn Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Hann var stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. árin 2016-2017, stjórnarmaður í GAMMA hf. árin 2017-2019, stjórnarformaður Íslenska dansflokksins árin 2013-2016 og var kjörinn í landskjörstjórn af Alþingi 2013-2017. Gunnar var stjórnarformaður Internets á Íslandi hf., (ISNIC) um tíma. Þá hefur hann setið í stjórnum ýmissa atvinnu- og fjárfestingafyrirtækja. Gunnar hefur verið virkur í félagsmálum og var forseti FEIF, alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga frá 2014 til 2023 og í stjórn frá 2011. Einnig hefur hann verið varaformaður Landssambands hestamannafélaga, formaður Hollvinasamtaka Stykkishólms, í stjórn Björgunarsjóðs Breiðafjarðar, í byggingarnefnd Gömlu Kirkjunnar í Stykkishólmi og tók þátt í að koma Vatnasafninu í Stykkishólmi á laggirnar.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2000-
- Málflutningsskrifstofan, 1992-1999
- Hæstaréttarlögmaður, 1999
- University of Amsterdam, LL.M. í Evrópurétti og alþjóðlegum viðskiptarétti, 1995
- Héraðsdómslögmaður, 1993
- Háskóli Íslands, cand. jur., 1992
- The Legal 500„Our main contact, Gunnar Sturluson acts as our counsel in legal issues. He is extremely trustworthy, quick to answer any question and focuses on our interests as clients.“