Flugréttur, sjóréttur og landflutningaréttur
LOGOS hefur viðamikla reynslu í að veita ráðgjöf til viðskiptavina í flutningastarfsemi og er leiðandi á sviði flug-, sjó- og landflutningaréttar á Íslandi.
Ísland hefur um áraraðir verið miðpunktur fyrir fólks- og vöruflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku, bæði í lofti og á legi. Þá leiðir lega landsins til þess að flytjendur á vörum, til og frá landinu og milli staða á Íslandi sem og þeir sem bjóða upp á vöruflutninga með flugvélum og skipum hingað til lands og með bifreiðum innanlands, þurfa iðulega á sérfræðiaðstoð að halda á sviði flug-, sjó- og landflutningaréttar. Jafnframt krefst íslenskur sjávarútvegur eðli máls samkvæmt viðamikillar þekkingar á sjórétti. Af þessum sökum hafa lögmenn LOGOS sérhæft sig í flug-, sjó- og landflutningarétti og hafa í gegnum árin aflað sér mikillar reynslu og verið leiðandi á þessum réttarsviðum á Íslandi.
1. Flugréttur
Flugréttarsérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af fjármögnun flugvéla, kaupum og sölu flugvéla sem og réttindaskráningu á flugvélum. LOGOS veitir flugfélögum, leigusölum flugvéla, fyrirtækjum í flugvélaviðskiptum og bönkum ráðgjöf um hvers konar samningagerð tengda flugvélum, þ.ám. gerð kaup-, leigu- og fjármögnunarsamninga um flugvélar. Meðal viðskiptavina stofunnar á þessu sviði er Icelandair, m.a. varðandi samninga í tengslum við sölu, leigu og kaup á flugvélum.
LOGOS hefur enn fremur mikla reynslu af því að ráðleggja bönkum og fjármálastofnunum um fjármögnun flugvéla og veðtryggingar, sem og að leiðbeina leigusölum um leigu flugvéla. Þá hefur skrifstofa LOGOS í London reglulega haldið utan um alþjóðleg ágreiningsmál varðandi flugvélar. Auk þess hafa flugréttarsérfæðingar LOGOS veitt ráðgjöf í farm- og líkamstjónamálum.
2. Sjóréttur
Allt frá stofnun LOGOS árið 1907 hefur að minnsta kosti einn eigandi stofunnar sérhæft sig í sjórétti. Sérþekking og reynsla LOGOS á þessu réttarsviði er því einstök.
Sjóréttarsérfræðingar LOGOS hafa í gegnum árin aðstoðað innlend og erlend flutninga- og útgerðarfyrirtæki, sem og flutningsmiðlara, P&I klúbba, tryggingarfélög og einstaklinga, við mál sem tengjast sjórétti. Má þar nefna allt sem tengist farmkröfum, flutningssamningum og annars konar samningum sem tengjast farmflutningum, leigusamningum um skip, sjóvátryggingum, skiprúmssamningum, slysum á skipverjum, skipasmíðum, kaupum og sölu skipa, skráningu skipa, björgun, niðurjöfnun sjótjóns og árekstri skipa o.s.frv. Hefur LOGOS komið á einn eða annan hátt að flestum dómsmálum hér á landi tengdum sjórétti undanfarin ár.
Meðal innlendra viðskiptavina okkar á þessu sviði er, Eimskipafélag Íslands hf. (Eimskip). Þá veitir LOGOS reglulega ráðgjöf til íslensku tryggingafélaganna sem og Landhelgisgæslu Íslands. LOGOS er umboðsmaður nokkurra P&I klúbba, þar með talið Nordisk Skibsrederforening, The Shipowners, North of England og The Standard Club. Auk þess hefur innviðaráðuneytið leitað til LOGOS vegna lagasetningar á þessu sviði.
3. Landflutningaréttur
LOGOS hefur veitt margskonar ráðgjöf og flutt dómsmál á þessu réttarsviði, bæði fyrir flytjendur, farmeigendur og vátryggingafélög. Þá átti einn af sérfræðingum LOGOS í landflutningarétti sæti í starfshópi á vegum samgönguráðuneytisins (nú innviðaráðuneyti) um setningu landflutningalaga árið 2010.
- The Legal 500„Professional services with deep knowledge of the Icelandic corporate sector and international business and finance. They are well connected in Iceland, as well as in the global legal and aviation industry. They provide full service on aircraft leasing, financing and aircraft transactions.“