Sem leiðandi lögmannsstofa leitast LOGOS við að vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi. Áhrifa félagsins gætir m.a. í gegnum þjónustuframboð félagsins, enda hefur félagið marga snertipunkta við atvinnulífið og samfélagið í heild.
Markmið stefnunnar er að tryggja framsæknar áherslur í starfsemi LOGOS og að ávallt sé tekið tillit til hagsmuna samfélagsins. Stefnan nær til umhverfis- og loftslagmála, félagslegra þátta, sem og stjórnarhátta og velferðar.
LOGOS leggur áherslu á að þekkja þau neikvæðu áhrif sem starfsemi félagsins kann að hafa á umhverfið og loftslagsmál og draga úr þeim eftir fremsta megni. Unnið er að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi LOGOS og starfsfólk skal haga starfi sínu þannig að umhverfið verði fyrir sem minnstum skaða.
LOGOS virðir öll alþjóðlega viðurkennd mannréttindi í hvívetna og gerir sömu kröfu til viðskiptavina sinna og þjónustuaðila. Undir engum kringumstæðum skal samþykkja að vinna verkefni sem felur í sér brot eða aðstoð við brot á mannréttindum. Fyllsta jafnréttis skal gætt í allri starfsemi LOGOS og markvisst er unnið að því að jafna stöðu kynjanna innan félagsins. Áreitni og ofbeldi verða undir engum kringumstæðum umborin og gætt er að heilsu og velferð starfsfólks.
Starfsemi LOGOS skal í öllu tilliti samræmast þeim skyldum sem lagðar eru á félagið með lögum og siðareglum lögmanna og ávallt gæta að góðu viðskiptasiðferði. LOGOS umber ekki spillingu og leggur upp úr því að vera í fararbroddi hvað varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og hefur hefur sett sér upplýsingaöryggisstefnu og undirstefnur sem eiga að tryggja að upplýsingaöryggi sé í samræmi við góða viðskiptahætti. LOGOS hefur samþykkt persónuverndarstefnu sem fylgja skal við meðferð persónuupplýsinga.
LOGOS er stoltur meðlimur í Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni og í IcelandSIF - samtökum um ábyrgar fjárfestingar.