Iceland Innovation Week, stærsti viðburður ársins í nýsköpun á Íslandi, fer fram dagana 22.-26. maí, m.a. í Grósku, miðstöð nýsköpunar í Vatnsmýrinni. LOGOS er stoltur samstarfsaðili og þátttakandi í hátíðinni.
Það er ávallt ánægjulegt að sjá hugmyndir frumkvöðla verða að veruleika og sprotafyrirtæki vaxa og dafna. LOGOS veitir fjölmörgum ört vaxandi fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf og aðstoðar þau í öllum áskorunum sem slík fyrirtæki standa frammi fyrir. Hjá LOGOS starfar fjöldi sérfræðinga á réttarsviðum sem varða sprotafyrirtæki í vaxtaferli. Þannig veitir LOGOS ráðgjöf í tengslum við fjármögnun slíkra fyrirtækja sem og sérhæfða ráðgjöf á sviði hugverkaréttar, skattaréttar, upplýsingatækniréttar og félagaréttar, svo eitthvað sé nefnt. Þá býr stofan að sterkum alþjóðlegum tengslum sem skipta miklu máli fyrir fyrirtæki sem herja á erlenda markaði.