Ólafur Eiríksson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann hefur áralanga reynslu í lögmannsstörfum og eru helstu sérsvið hans málflutningur, vinnuréttur sem og vátrygginga- og skaðabótaréttur. Ólafur er reynslumesti lögmaður stofunnar í málflutningi og hefur meðal annars flutt á annað hundrað mála fyrir Hæstarétti. Önnur sérsvið hans eru fjárhagsleg endurskipulagning og gjaldþrotaréttur. Ólafur hefur sinnt stundakennslu, meðal annars hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík, Endurmenntun Háskóla Íslands og við lagadeild Háskólans á Bifröst. Þá hefur hann einnig sinnt kennslu í lögfræðilegri skjalagerð á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Hann sat í stjórn Lögmannafélags Íslands árin 2010-2012 auk þess hefur hann setið í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum ÍSÍ. Ólafur var skipaður dómari við Félagsdóm árið 2022. Hann hóf störf hjá LOGOS árið 2006 og hefur verið meðeigandi frá árinu 2009.

Viðurkenningar
  • Chambers Global 2024 - Ólafur Eiríksson
  • Chambers Europe 2024 - Ólafur Eiríksson
  • The Legal 500 Hall of fame - Ólafur Eiríksson
  • IFLR1000 Notable Practitioner 2023

„Ólafur is a highly respected practitioner who handles a wide array of disputes, including employment law cases and litigation relating to bankruptcy.“

- Chambers Global

Tengdar fréttir