Gunnar Smári Þorsteinsson
Lögmaður, fulltrúi - Reykjavík
Gunnar Smári Þorsteinsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, en hluta námsins tók hann í skiptinámi við Háskólann í Utrecht. Gunnar sinnti ýmsum félagsstörfum samhliða námi. Hann var meðal annars ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema við HÍ, og gegndi starfi framkvæmdastjóra lögfræðiaðstoðar Orators, félags laganema við HÍ. Í störfum sínum hjá LOGOS hefur Gunnar einkum starfað á sviði félagaréttar, fyrirtækjaráðgjafar, fjármálamarkaða, fjármögnunar fyrirtækja og samruna og yfirtaka. Gunnar hóf störf hjá LOGOS árið 2022.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2022-
- Starfsnám við EFTA-dómstólinn, 2023
- Réttur - Aðalsteinsson & Partners, 2020-2022
- Borgun hf., 2016-2020
- Héraðsdómslögmaður, 2024
- Háskóli Íslands, mag. jur., 2022
- Utrecht University, Erasmus styrktarþegi, 2021-2022
- Háskóli Íslands, BA í lögfræði, 2020