Birgir Ólafur Helgason er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Helstu starfssvið hans eru fjármálaþjónusta og regluverk, fjármunaréttur, félagaréttur, skattaréttur, eignaréttur og íþróttaréttur. Birgir Ólafur er með leyfi frá FIFA til að sinna umboðsþjónustu í knattspyrnu.

Áður en hann hóf störf hjá LOGOS starfaði hann m.a. hjá Arion Banka og Forum/Tort lögmönnum. Birgir Ólafur hóf störf hjá LOGOS árið 2022 og sinnti m.a. verkefnum fyrir skrifstofu LOGOS í London á meðan hún var starfrækt.