
Birgir Ólafur Helgason er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Helstu starfssvið hans eru fjármálaþjónusta og regluverk, fjármunaréttur, félagaréttur, skattaréttur, eignaréttur og íþróttaréttur. Birgir Ólafur er með leyfi frá FIFA til að sinna umboðsþjónustu í knattspyrnu.
Áður en hann hóf störf hjá LOGOS starfaði hann m.a. hjá Arion Banka og Forum/Tort lögmönnum. Birgir Ólafur hóf störf hjá LOGOS árið 2022 og sinnti m.a. verkefnum fyrir skrifstofu LOGOS í London á meðan hún var starfrækt.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2022
- Arion Banki hf., 2020-2021
- Forum/Tort lögmenn, 2019-2020
- Háskólinn í Reykjavík, ML, 2022
- Háskólinn í Reykjavík, BA í lögfræði, 2021
- Stockholm University, Erasmus styrkþegi, skiptinám, 2019
- Háskóli Íslands, BA í stjórnmálafræði, 2016
- Bond University, skiptinám í stjórnmálafræði, 2016
- Reglur FIFA um félagaskipti leikmanna yngri en 18 ára, Tímarit Úlfljóts, 2023.
- Reglur FIFA um uppeldis- og samstöðubætur vegna alþjóðlegra félagaskipta knattspyrnumanna: Með hliðsjón af íslenskri knattspyrnu (ML-ritgerð), 2021.
- Stjórnskipulag Knattspyrnusambands Íslands (BA-ritgerð), 2016.