Eins og tilkynnt hefur verið um þá nemur kaupverðið USD 195 milljónum, eða sem nemur 27,9 milljörðum króna, fyrir tæplega 40% hlut í Tempo.
Það hefur verið ánægjulegt að aðstoða Origo í þessari vegferð sem hófst haustið 2018 þegar Origo seldi 55% hlut í Tempo til Diversis Capital, en þá var heildarvirði Tempo USD 62,5 milljónir en heildarvirði Tempo í framangreindum viðskiptum nemur USD 600 milljónum. Áætlaður söluhagnaður Origo er um USD 156 milljónir.