LOGOS lögmannsþjónusta er lögfræðilegur ráðgjafi Eyris Invest hf., stærsta hluthafa Marel hf., í samruna Marels hf. og John Bean Technologies Corporation.
Tilkynnt var í dag um að yfir 90% hluthafa Marels hf. hefðu samþykkt yfirtökutilboð JBT í hlutafé Marel hf. Þar sem öll skilyrði yfirtökutilboðsins hafa verið uppfyllt tekur við undirbúningur á uppgjöri viðskiptanna.
Um er að ræða ein stærstu viðskipti í sögu íslensks viðskiptalífs en aðdraganda þeirra má rekja til þess að Eyrir Invest hf. hafði samband við fyrirsvarsmenn JBT seint á árinu 2023 til að kanna áhuga þeirra á að kaupa kjölfestuhlut í Marel. Samruninn er talinn eiga eftir að styrkja stöðu fyrirtækjanna á alþjóðamörkuðum og skapa fjölmörg tækifæri til vaxtar.
Við erum þakklát fyrir gott samstarf við stjórnendur Eyris Invest hf. og óskum öllum hlutaðeigandi áframhaldandi velgengni.