Í umsögn segir að sjálfbærnisteymi LOGOS, undir forystu Helgu Melkorku Óttarsdóttur, sé viðurkennt fyrir að veita viðskiptavinum einstaka ráðgjöf á sviði sjálfbærrar fjármögnunar, sjálfbærnistaðla- og skyldna, og grænnar tækni.
EMEA Green Guide er gefið út af matsfyrirtækinu Legal500 og dregur fram þau fyrirtæki á alþjóðavísu sem lagt hafa sitt af mörkum til umhverfisvænna breytinga. Markmiðið er að veita heildræna sýn á þátttöku fyrirtækja í sjálfbærni, hvort tveggja í vinnu fyrir viðskiptavini sem og í eigin starfsvenjum og frumkvæði.