Svanhvít Axelsdóttir
Lögmaður, sérfræðingur - Reykjavík
Svanhvít Axelsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Helstu starfssvið Svanhvítar eru á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar, og hefur hún víðtæka reynslu af málflutningi á því sviði. Jafnframt hefur hún mikla þekkingu á sviði vinnuréttar og stjórnsýsluréttar. Svanhvít starfaði hjá LOGOS frá árinu 2000 og hjá forvera LOGOS, Málflutningsskrifstofunni Suðurlandsbraut 4A á árunum 1988-1999. Hún starfaði hjá LOGOS til ársins 2006 en fór þá til starfa hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Svanhvít starfaði þar til ársins 2009 er hún kom aftur til starfa hjá LOGOS. Svanhvít var varamaður í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, og var ráðuneytisskipaður eftirlitsmaður með Íslenskum Getraunum frá 1998-2006. Þá var hún formaður úrskurðarnefndar SAF og NS á árunum 2006-2009.
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2009-
- Samgönguráðuneytið, 2006-2009
- LOGOS lögmannsþjónusta, 2000-2006
- Málflutningsskrifstofan, 1999
- Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti, 2022
- Leyfi til málflutnings fyrir Landsrétti, 2019
- Héraðsdómslögmaður, 1995
- Háskóli Íslands, cand. jur., 1988