Mynd af Maren Albertsdóttur

Maren Albertsdóttir

Lögmaður, eigandi - Reykjavík

Maren Albertsdóttir lögmaður er með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún er með LL.M. gráðu í alþjóðlegum gerðardómsrétti frá Stokkhólmsháskóla. Hún hefur víðtæka þekkingu á sviði stjórnsýsluréttar og tengdum réttarsviðum þar sem reynir á reglur opinbers réttar. Maren starfaði um árabil hjá umboðsmanni Alþingis, meðal annars sem aðstoðarmaður og skrifstofustjóri umboðsmanns þar sem hún hafði yfirumsjón með starfsemi umboðsmanns. Hún hefur sinnt kennslu í námskeiðum í stjórnsýslurétti við laga- og stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2014. Maren starfaði hjá LOGOS sem laganemi og fulltrúi á árunum 2008-2012 og síðan frá árinu 2022.

Greinar og tengt efni